JERVEN primaloft fjölnota teppi/poki

Jerven primaloft pokanir - norsku fjallateppin - eins og þeir eru líka kallaðir eru hannaðir í Noregi. Þeir eru með rennilás á þremur hliðum og hægt að nota þá á ýmsan hátt bæði fyrir björgunarsveitir og veiðimenn, t.d. liggjandi, sitjandi með byssu, ganga í þeim ef þarf o.s.frv.

Jerven pokarnir eru notaðir í tugþúsunda vís af norska hernum (og í fleiri löndum) og er skyldueign hjá norskum veiðimönnum. Norski flugherinn hefur sett Jerven poka í allar þotur sem hluta af neyðarbúnaði flugmanna. Jerven pokarnir eru jafnt notaðir af sérsveitum og herdeildum víðsvegar um heiminn.

Jerven pokar eru hluti af þeim búnaði sem norskar björgunarsveitir taka með sér í útköll. Jerven pokarnir eru hluti af persónubúnaði björgunarmanna og notaðir til að halda hita á sjúklingum. Sama á við um þyrlusveitir í Noregi þar sem Jerven pokarnir eru hluti af neyðarbúnaði og mikilvægir sem vörn gegn ofkælingu. Niðurstöður rannsókna sýna að Jerven pokar veita mikla vörn gegn kulda - í 15 stiga frosti er + 15 stiga hiti inni í Jerven poka sem ein manneskja notar.


Jervenbag Thermo Hunter

Frábær poki fyrir björgunarsveitir og veiðimenn.

Jerven pokinn er með rennilásum á þremur hliðum og hægt að renna þeim í báðar áttir og því hægt að loka pokanu og halda hitanum inni. Jerven pokinn er vatnsheldur.

  • Þyngd: 1500 gr.
  • 60 gr. af primaloft per. m2
  • Stærð: 102x220 sm.

Jerven - litir

Jerven pokarnir fást í fimm mismunandi litum.

  • Orange/rescue
  • Mountain camo
  • Forest camo
  • Desert camo
  • Winter/hvite