Farðu vel með Buffaloinn þinn

Filma og einangrun í Buffalo útivistarfatnaði

Það er nokkrar tegundir af filmum/skel sem eru notaðar í Buffalo fatnaðinn og sama á við um einangrun.

DP kerfi Buffalo - stendur fyrir Double Pertex© Pile, en Pertex© filmur er notaðar í ytra byrði / efnið í Buffalo. Pertex© filma er hluti af efninu sem er þéttofið. Þetta þýðir í raun að filman slitnar ekki - hún er hluti af efninu. Classic Pertex© filman/skelin er aðeins 60gr m2. Filmurnar, ytra byrði er því afskaplega létt og meðfærilegt.

Það eru fjórar mismunandi tegundir af einangrun í Buffalo.

 • Teclite - er þynnsta einangrunin frá Buffalo. Teclite og Active Lite fatnaðurinn er léttur og hentar vel fyrir þá sem eru á ferðinni - þetta er þriggja árstíða fatnaður, en hægt að nota með auka lagi / lögum af fatnaði allt árið um kring. Það getur komið niður á öndin að vera í fatnaði innan undir eða utan yfir Teclite eða Active Lite frá Buffalo.
 • AquaTherm - þetta er sú einangrun sem Buffalo notar mest - frábær einangrun og öndun allt árið. Hentar vel við islenskar vetraraðstæður. Þessi einangrun er líklega fullmikil fyrir flesta á góðum sumardeg eða þegar yfirferðin er mikil. Flytur svita frá húðinni í gegnum filmuna / skelina þar sem hann gufar upp.
 • Tecmax - þykkari og þéttari einangrun en Aqua Therm, með frábæra öndun og getur innihaldið mikið loft og þ.a.l. ótrúlega mikil hitamyndum miðað við þyngd. Það eru vetrarflíkur sem eru með Tecmax einangruninni.
 • PolarTherm - þykkasta og hlýjasta einangrunin frá Buffalo. Upphaflega hönnuð í parka / úlpur sem breskir vísindamenn hjá British Antarctic Survey nota á Suðurpólnum.

Þvottaleiðbeiningar

Það er nauðsynlegt að þvo Buffalo fatnað reglulega til að tryggja einangrunargildi fatnaðarins. Þvottur eykur loftrýmið í einangruninni sem aftur bindur hita, þ.e.a.s. þvottur aðskilur þræðina í einangruninni og eykur þannig magn af lofti sem filman og einangrunarlagið halda að líkamanum. Það getur líka verið gott að fara með bursta yfir einangrunina til að aðskilja þræðina – þannig er hægt að tryggja enn betur að loft „sitji“ í einangruninni.

 Það er mikilvægt að fara eftir þvottaleiðbeiningum.

 •  Ekki þurrhreinsa
 • Notið ekki mýkingarefni
 • Hámarkshitastig er 40°
 • Það getur verið gott að nota Nikwax Tech Wash þvottaefni. Farið eftir leiðbeiningum
 •  Notið lítið af þvottaefni og engin mýkingarefni.
 • Það er lika gott að skola fatnað upp úr hreinu vatni
 • Munið að loka rennilásum og festa franska rennilása fyrir þvott
 • Athugið hvort þvo eigi Buffalo á röngunni
 • Svefnpoka frá Buffalo er ráðlegt að láta þvo í efnalaug