Ýmsar spurningar og svör um Buffalo

Hér ætlum við að reyna að svara ýmsum spurningum um Buffalo - um stakkana og jakkana, um svefnpokana, um notkun, þvott og hvað eina sem okkur dettur í hug að geti gagnast þeim sem eiga Buffalo.


Get ég verið í Buffaloinum ofan í Buffalo svefnpoka?

Já, ekki spurning. Þađ er sama einangrun (þykkari) og samskonar filma í fatnaðinum og svefnpokunum frá Buffalo. Þegar kalt er í veðri er hægt að nota fatnaðinn sem hluta af einangrun í svefnpokanum. Það sem skiptir höfðumáli er að Buffalo fatanðurinn og Buffalo svefnpokinn hafa sömu eiginleika þegar kemur að því að halda raka frá líkamanum, hita loftið næst líkamanum og þurrka bæði föt og svefnpoka innan frá þar sem öndunin í Pertex© filmunni er það mikil að rakinn kemst í gegnum filmuna. Þó svo að Buffalo fötin séu blaut þegar farið er ofan í svefnpokann mun einangruninn og filman tryggja að rakinn leiti út í stað þess að sitja innan á filmunnu. Þannig þornar Buffalo innan frá.


Get ég notađ venjulega svefnpokann minn međ Buffalo svefnpokanum mínum?

Já þađ er hægt. Þegar þú setur Buffalo svefnpoka yfir venjulegan svefnpoka ertu að búa til vörn gegn raka utan frá. Buffalo svefnpokinn mun verja gamla svefnpokann þin gegn raka sem getur myndast í t.d. tjaldi. Buffalo svefnpokarnir halda vel hita þótt þeir séu blautir, líkamshitinn þinn hjálpar þurrkar í raun Buffalo svefnpokann á meðan að þú sefur. Það er æskilegt að þá sé nóg pláss fyrir svefnpokann inni í Buffalo pokanum, t.d. þurfa dúnpokar nóg rými til að tryggja að nægt loft í dúnunum. Það er loftið sem einangrar. Spurningin er alltaf hve mikið loft dúnnin heldur per únsu eða Buffalo í einangruninni.