Hverjir eru Andri og Steini ehf

Við erum björgunarsveitarmenn, fjallageitur, undanfarar í björgunarsveit, fjallahlauparar og áhugamenn um útivist. Við stundum útivist allt árið um kring, gerum miklar kröfur til okkar sjálfra á fjöllum og á búnaðinn sem við notum. Hann þarf einfaldlega að þola allt, svo einfalt er það.

 

Andri Már Númason

Ég er pabbi, eiginmaður, kennari og hundakarl með útivistardellu. Er í Björgunarfélagi Árborgar með útkallshund í snjóflóða- og víðavangsleit og undanfari á svæði 3. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að elta hundinn á leitaræfingum uppi í fjöllum eða niðri í móa. Eyð ómældum tíma úti við æfingar í við allskonar aðstæður en vil alltaf njóta þess að vera til.

Þorsteinn Tryggvi Másson

Ég er pabbi, eiginmaður og skjalavörður með útivistardellu. Ég er í Björgunarfélagi Árborgar, undanfari á svæði 3 og fjallahlaupari. Í mörg ár hef ég gengið og hlaupið á fjöll, er með nokkur maraþon á baki og fullt af fjallahlaupum hér heima og annarsstaðar, m.a. í Ölpunum. Þá finnst mér ótrúlega gaman að fara með fjölskyldunni á skíði hingað og þangað.